DÝRMUNDUR og málið með soninn
Verð: | 3.329 ISK |
Vörunúmer: HOFU938480
Höfundur
Vörulýsing
Hér tekur enn til máls Dýrmundur Dýrmundarson Dýrfjörð, fyrrum óðalsbóndi og ættarlaukur frá Dýra í Dýrafirði, og verður ekki orðfátt. Í þetta sinn snýst frásögn hans ekki síst um stormasöm viðskipti við konur, enda varðar þetta málefni bæði sögu og framtíð ættarinnar. Við sögu koma meðal annars fjölskrúðugur hópur forfeðra Dýrmundar, Páll postuli, Doris Day, álfar og óvættir, að ógleymdum drengstaulanum Dýrmundi skrattakolli og Strandakvendinu Ottavíu móður hans. Að venju er Dýrmundur óspar á vangaveltur og ráðleggingar um hvaðeina sem honum kemur í hug, en undirniðri býr þó alltaf eitt og hið sama óskin um að geta snúið aftur vestur á sinn bæ.
Vöruflokkur
-
Íslenskar bækur, Skáldverk íslensk - kiljur
- Form: Kilja
- Útgáfuár: 2021
- Blaðsíðufjöldi: 272